Þrír Leiknisstrákar í Hæfileikamótun KSÍ

KSÍ stendur fyrir Hæfileikamótun fyrir leikmenn í 4.flokki karla.

Leikmenn eru valdir til æfinga og reyna sig hjá landsliðsþjálfurum Íslands. Má segja að þetta sé fyrsta skref í landsliðsferlinu á Íslandi.

Hæfileikamótunin var haldin á Gervigrasinu í Laugardal síðastliðinn miðvikudag og voru þrír Leiknisstrákar valdir.

Vuk Óskar, Daníel Finns og Benjamin Hoti voru allir valdir að þessu sinni til æfinga.

Vuk er fæddur 2001 og leikur sem miðjumaður. Daníel er fæddur 2000 og leikur sem kantmaður. Benjamin er fæddur 2000 og leikur sem varnarmaður.

Allir eru þeir leikmenn í 4.flokki Leiknis sem og þeir eru hluti af Afreksstarfi Leiknis og Krónunnar.

Óskum drengjunum góðs gengis.

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*