Þrjú mörk og þrjú stig

Leiknir 3 – 0 Afturelding
1-0 Máni Austmann Hilmarsson (’37)
2-0 Vuk Oskar Dimitrijevic (’50)
3-0 Ágúst Leó Björnsson (’88)

Leiknir vann sanngjarnan 3-0 sigur gegn Aftureldingu í vindi og rigningu á Domusnovavellinum á laugardag.

Vuk var valinn Manhattan maður leiksins en hann lagði upp mark fyrir Mána Austmann og skoraði svo sjálfur.

Guy Smit varði vítaspyrnu áður en Ágúst Leó rak síðasta naglann með sínu fyrsta marki fyrir Leikni.

Úrslitin voru eftir bókinni í Lengjudeildinni þessa helgina og Leiknir er enn í öðru sæti, með betri markatölu en Fram sem er í þriðja sæti.

Hér má sjá stöðuna og leikjadagskrá af vefsíðu KSÍ

Hér má sjá mörkin af Vísi

Hér má sjá skýrsluna af Fótbolta.net

Hér er viðtal við Sigga Höskulds af .Net

Og ekki gleyma myndaveislu Hauks Gunnarssonar

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*