Þrjú stig sótt í Mosfellsbæinn

Afturelding 2 – 3 Leiknir R.
0-1 Vuk Oskar Dimitrijevic (‘6)
0-2 Sólon Breki Leifsson (’45)
0-3 Sólon Breki Leifsson (’48)
1-3 Kári Steinn Hlífarsson (’50)
2-3 Andri Freyr Jónasson (’92)

Leiknir heldur sér á toppnum eftir útisigur gegn Aftureldingu í 8. umferð Lengjudeildarinnar.

Sólon Breki Leifsson skoraði tvívegis og var valinn maður leiksins í umfjöllun Fótbolta.net. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson tók silfrið í því vali en hann var hrikalega öflugur í vörninni.

„Júlímánuður hefur verið okkur fjandi góður í Breiðholtinu. 5 sigrar og 1 tap. Toppsætið er okkar og það ætti ekki að breytast í næstu umferð ef menn hvílast vel og mæta rétt stemmdir gegn nöfnum okkar,” segir í umfjöllun á heimasíðu Leiknisljónanna.

Næsti leikur verður á frídegi verslunarmanna, á mánudagskvöld á Domusnovavellinum gegn Leikni Fáskrúðsfirði.

Hér má sjá viðtal við Sigga Höskulds sem tekið var eftir sigurinn í Mosfellsbæ. (Beðist er velvirðingar á hljóðvandræðum í upphafi).

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*