Búið er að leyfa keppni í íþróttum að nýju en á laugardaginn verður flautað til leiks í Reykjavíkurmótinu, elsta móti sem haldið er á Íslandi.
Leiknir leikur gegn Þrótti í fyrsta leik en leikurinn fer fram á gervigrasvellinum okkar klukkan 13:00 á laugardag, 16. janúar.
Því miður er áhorfendabann á kappleikjum vegna Covid-19 en vonast er til þess að hægt verði að sýna leikinn beint á LeiknirTV gegnum Youtube
Leiknir mun svo mæta ÍR þriðjudagskvöldið 19. janúar en sá leikur verður spilaður á heimavelli granna okkar í neðra-Breiðholti.
Auk áðurnefndra liða eru Valur og Víkingur í riðlinum okkar en hér má sjá nánari leikjadagskrá.