Þróttur – Leiknir

Leiknismenn spila gegn Þrótturum á Eimskipsvellinum á morgun í 9.umferð Inkasso-deildarinnar.

Þróttarar eru sem stendur í 5.sæti deildarinnar með 13 stig en Leiknismenn sitja í 10.sæti deildarinnar með 7 stig. Þróttar hafa unnið tvo seinustu leiki sína og virðist þjálfari liðsins Gunnlaugur Jónsson vera búinn að finna sitt sterkasta lið. Leiknismenn léku vel gegn Selfyssingum í seinustu umferð en tókst ekki að knýja fram sigurmark en virðist vera að finna taktinn eftir erfitt upphaf.

Það verða því tvö hörkulið sem mætast á morgun í Laugardalnum. Þróttarar verða þó að teljast sigurstranglegri þegar horft er í úrslit deildarinnar í ár. Sagan er hinsvegar með Leiknisliðinu sem hafa ekki tapað fyrir Þrótti í seinustu sex deildarleikjum sínum og væri talan enn hærri ef taldir væri bikarleikir og leikir á undirbúningstímabilinu.

Við hvetjum Leiknisfólk til að fjölmenna á Eimskipsvöllinn á morgun er Þróttar eru með einstaklega notalega stúku og afar veglega veitingasölu. Leikar hefjast klukkan 19:15
Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*