Þungur róður í Mosó

Afturelding 2 – 1 Leiknir R.
Rautt spjald: Ingólfur Sigurðsson, (’14)
1-0 Andri Freyr Jónasson (’25)
1-1 Sólon Breki Leifsson (’75)
2-1 Ásgeir Örn Arnþórsson (’80)

Svekkjandi tap gegn Aftureldingu í 2. umferð Inkasso-deildarinnar. Leiknir tefldi fram sama byrjunarliði og gegn Magna en það dugði ekki gegn Aftureldingu sem var með leikgleðina að leiðarljósi.

Vendipunktur leiksins kom snemma en þá fékk Ingólfur Sigurðsson að líta rauða spjaldið. Heimamenn nýttu sér liðsmuninn en strákarnir okkar jöfnuðu þegar Sólon sýndi hvers hann er megnugur þegar kemur að því að klára færi.

Afturelding skoraði sigurmarkið en þrátt fyrir að vera tíu gegn ellefu fengum við svo sannarlega kjörin tækifæri (í fleirtölu) til að fá eitthvað úr leiknum en það gekk ekki.

Við þökkum Aftureldingu fyrir góðar móttökur og þökkum Leiknisfólki fyrir góða mætingu á áhorfendapallana og öflugan stuðning. Næsti leikur er heimaleikur, gegn Njarðvík næsta föstudag.

Hér má sjá viðtal við Stefán Gíslason eftir leik (Fótbolti.net)

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*