Tökum á móti toppliðinu á fimmtudag

Topplið Fjölnis í Inkasso-deildinni mætir í heimsókn í 10. umferð deildarinnar. Leikurinn verður á Leiknisvelli á fimmtudaginn og hefst klukkan 19:15.

Salurinn verður opinn frá klukkan 17:00! Grill, gleði og drykkir við allra hæfi!

Sigurður Heiðar Höskuldsson stýrði Leikni til sigurs í Keflavík í síðustu umferð og því komnir tveir sigrar í röð hjá strákunum okkar sem nú sitja í fimmta sæti deildarinnar, fjórum stigum frá Fjölni.

Fjölnismenn hafa gríðarlega öflugan mannskap og unnu þeir sterkan 4-0 sigur gegn Þór í síðustu umferð.

Þessi lið mættust í bikarnum í apríl en þá vann Fjölnir 4-1 útisigur á gervigrasvellinum okkar. Gyrðir skoraði mark Leiknis.

Leikir Leiknis út ágúst:
Fim 4. júlí 19:15 Leiknir – Fjölnir
Fim 11. júlí 19:15 Fram – Leiknir
Þrið 16. júlí 19:15 Leiknir – Afturelding
Lau 20. júlí 16:00 Magni – Leiknir
Fim 25. júlí 19:15 Njarðvík – Leiknir
Þrið 30. júlí 19:15 Leiknir – Grótta 
Föst 9. ágúst 19:15 Víkingur Ó. – Leiknir
Föst 16. ágúst 18:00 Leiknir – Þróttur
Lau 24. ágúst 16:00 Þór – Leiknir
Föst 30. ágúst 18:00 Leiknir – Haukar

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*