Toppslagurinn tapaðist í grenjandi rigningu

Leiknir R. 0 – 1 Fram
0-1 Alexander Már Þorláksson (’18)

Það var rok og rigning þegar toppslagur Lengjudeildarinnar fór fram á Domusnovavellinum á sunnudag. Fram komst yfir á 18. mínútu og reyndist það eina mark leiksins.

Ein breyting var gerð á byrjunarliðinu frá síðasta leik. Vuk kom úr meiðslum og fór inn í liðið fyrir Árna Elvar.

Okkar mönnum gekk erfiðlega að skapa sér opin færi en hefðu átt að fá vítaspyrnu í uppbótartíma en því miður gerðu dómararnir sig seka um slæm mistök.

Þrátt fyrir tapið eru enn góðir möguleikar í stöðunni og ljóst að ýmislegt á eftir að ganga á áður en feita konan syngur að lokum.

Hér má lesa um leikinn af Fótbolta.net

Hér má sjá stöðuna í deildinni af vef KSÍ

Hér er myndaveisla Hauks Gunnarssonar

Hér má sjá markið á Vísi

Hér að neðan er svo viðtal við Sigga Höskulds eftir leikinn:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*