Um félagið

Leiknishúsið, Austurberg 1

Upplýsingar um félagið

Leiknir er til húsa við Austurberg 1, 111 Reykjavík

Símar:

Leiknishús s. 557-8050
Aron Fuego, vallarstjóri og umsjónarmaður hússins S.659-3296
Stefán Páll Magnússon, verkefnastjóri S. 694-9525

Tölvupóstföng:

leiknir@leiknir.com
vallarstjori@leiknir.com (Aron Fuego-Salarleiga)
gjaldkeri @leiknir.com

Verkefnastjóri:
Stefán Páll Magnússon S. 694-9525 og leiknir@leiknir.com

Stjórn Leiknis:
Oscar Clausen, formaður, 861-8466 -oscarclausen@gmail.com
Elvar Geir Magnússon, 894-9209 – elvargeir@fotbolti.net
Garðar Gunnar Ásgeirsson, 892-7260
Guðný Sævinsdóttir, gjaldkeri, 840-0896 – gudnysaev@gmail.com
Þórunn Ýr Elíasdóttir, 695-3793, –  cfc@centrum.is
Guðjón Helgason, 899-2517 – ghelgason.gh@gmail.com
Þórir Þórisson, varamaður í stjórn, 692-2777, – doddibyggir@gmail.com

Meistaraflokksráð:
Lárus Orri Clausen (erfinginn)

Unglingaráð :
Tölvupóstur unglingaráðs: leiknirung@gmail.com

Benedikt Emilson, benni@bilaland.is , 846-0708
Ragnheiður Arna Höskuldsdótti, arnahosk@gmail.com
Bjarni Bjarnason, bjarni@valitor.is
Magna Ósk Gylfadóttir, magna@veidi.is
Haraldur Hilmarsson, hihilmarsson@gmail.com

Uppeldisáætlun Leiknis

Það var Leiknir sem bjargaði mér…
Það var Leiknir sem bjargaði mér…
Það var Leiknir sem bjargaði mér og þér…
Það var Leiknir sem bjargaði mér.

Oh jibbí jæ jæ, jibbí jibbí jæ,
Oh jibbí jæ jæ jibbí jæ,
(Stolið og stílfært af stuðningsmannaklúbbnum Leiknisljón)

Hefur heyrst sungið hástöfum á hliðarlínu af foreldrum og öðrum áhugamönnum um Íþróttafélagið Leikni í efra-Breiðholti. Fólk á öllum aldri mætist í félagsstarfi íþróttafélagsins og hefur skilningur og áhugi þeirra á íþróttum og gildi íþróttastarfs aukist mjög á undanförnum árum. Það er þó langur vegur frá leiknisljóðum á hliðarlínu að rekstri fyrirtækis eins og íþróttafélög í raun eru. Áhugasamir einstaklingar fara í stjórn félaga án þess að þekkja til starfsemi þeirra. Slíku starfi fylgir jafnvel ábyrgð á eignum að verðmæti hundruði milljóna króna. Í þeim sporum hafa foreldrar barna hjá Íþróttafélaginu Leikni verið, byrjuðu á söng og hvatningu á hliðarlínu og áhuga á æfingum hjá börnum sínum en enduðu sem stjórnarmenn í fyrirtæki sem veltur tugum milljóna á ári, hafa starfsmenn í vinnu og sjá um samskipti við aðra foreldra, iðkendur, þjálfara og stjórn íþróttamála í borginni.

Íþróttafélagið Leiknir var stofnað árið 1973 í bergum, fella- og hólahverfi Reykjavíkur. Félagið er svokallað hverfafélag þar sem starfsemi þess fer öll fram í umræddu hverfi, á gervigrasvelli við Austurberg 1, íþróttahúsinu við Austurberg og í íþróttahúsi Fellaskóla. Íþróttafélagið er aðili að Íþróttasambandi Íslands, Knattspyrnusambandi Íslands og Íþróttabandalagi Reykjavíkur og starfar því samkvæmt lögum ÍSÍ auk íþróttalaga nr. 46 frá 7. apríl 1956. Í félaginu er starfrækt knattspyrnudeild karla allt frá áttunda flokki til og með meistaraflokki. Kvennaflokkur eru frá 6.flokki og uppí 3.flokk . Heildarfjöldi iðkenda og keppenda eru nú um tvöhundruð og fimmtíu . Einnig rekur félagið hliðarfélag, KB sem ætlað er Leiknismönnum á mfl. aldri. Körfuknattleikur er svo leikin af áhugasömum piltum undir nafni félagsins í mfl karla. Karatedeild leiknis var einnig sett á laggirnar árið 2009 og hefur starfsemi sína í íþróttahúsi Fellaskóla.

Megintilgangur félagsins er að gefa ungmennum kost á íþróttaiðkun í göngufæri frá heimili sínu. Íþróttafélagið rekur starfsemi sína í barnmörgu hverfi borgarinnar og er viðurkenndur félagsmótunaraðili í uppvexti barna í hverfinu. Þannig er hlutverk félagsins að efla sem best tengsl barna og ungmenna við það og draga um leið úr líkunum á ávana- og vímuefnaneyslu og afbrotahegðan þeirra. Markmið barna- og unglingastarfs íþróttafélagsins byggja á stefnuyfirlýsingu Knattspyrnusambands Íslands (1995), þar sem segir að barnaþjálfun sé ekki afreksmannaþjálfun heldur grunnþjálfun fjölbreyttra hreyfinga þar sem leikur, leikni og almenn ánægja eiga að skipa stærstan sess í þjálfuninni. Íþróttafélagið leitast því við að bjóða iðkendum upp á góða aðstöðu til þess að stunda knattspyrnu og karate. Jafnframt sem það veitir iðkendum, foreldrum og öðrum áhugamönnum um félagið tækifæri til þess að rjúfa tengsl við daglegt amstur og njóta þess sem íþróttir eins og knattspyrna og Karate hafa upp á að bjóða.

Fyrir þá sem sækja þjálfun til Íþróttafélagsins Leiknis skipir miklu máli að vel og markvisst sé að innri uppbyggingu staðið. Nú starfa um þrjúhundruð manns innan íþróttafélagsins. Af þessum fjölda eru börn og unglingar í miklum meirihluta. Slík starfsemi kallar á öflugt og traust skipulag þar sem markvisst er unnið af eflingu íþróttarinnar sem menningarþáttar í nútíma samfélagi. Starfið byggir á virkni iðkenda á öllum aldri og mótast því nokkuð af hverjum iðkendahópi. Íþróttafélagið leitast þó við að bjóða iðkendum upp á góða aðstöðu til þess að stunda sína íþrótt.

Knattspyrnudeildin er vitaskuld lang stærsta deild félagsins en stýring hennar er tvískipt. Annars vegar svokallað meistaraflokksráð og hins vegar unglingaráð. Meistaraflokksráð sér um rekstur 2. og meistaraflokks félagsins. Kosið er sérstaklega í meistaraflokksráð til eins árs í senn á aðalfundi félagsins. Unglingaráð sér um rekstur og skipulagningar allra yngri flokka félagsins frá 8. til og með 3. flokki. Í unglingaráði eiga sæti foreldra iðkenda, einn frá hverjum flokki að lágmarki fjórir og fer val á þeim fram á foreldrafundum ár hvert. Ennfremur er lögð rík áhersla á að starfrækt séu foreldrafélögum innan íþróttafélagsins. Þannig má tryggja að foreldrar eigi frumkvæði að því að efla íþróttastarfið og hafa áhrif á aðstöðu og aðbúnað félagsins. Frumkvæði foreldra barna í íþróttafélaginu hefur bæði hvetjandi áhrif á þá sem sinna stjórnun og þjálfun, auk þess sem það tryggir bæði samvinnu og samstöðu um áætlanir og úrlausnir á ýmsum sviðum og auðveldar þannig annars bráðskemmtilegt starf félagsins.
Karatedeild er svo rekin sér sem og Körfuknattleiksdeildin en hún er rekin af áhugasömum efra-breiðhyltingum sem vilja stunda körfu undir nafni Leiknis.
Áfram Leiknir!