Undanúrslit eftir sigur á Víking

Leiknismenn mættu Víkingum í lokaleik B-riðils í Reykjavíkurmótinu. Leiknismönnum nægði jafntefli til að komast áfram í undanúrslit, en hefðu setið eftir með sárt ennið hefðu Víkingar unnið leikinn.

Leikurinn var jafn og spennandi án þess þó að annað hvort liðana næði að skapa sér afgerandi marktækifæri. Leiknismenn áttu þó nokkrum sinnum í basli með sóknarmenn Víkinga en sluppu með skrekkinn.

Leiknismenn tóku hinsvegar völdin í seinni hálfleik og stjórnuðu leiknum. Það sama var þó upp á teningnum og í fyrri hálfleik og voru færin af skornum skammti. Þegar skammt var eftir af leiknum fengu Leiknismenn aukaspyrnu skammt frá vítateig Víkinga. Tómas Óli tók spyrnuna og skoraði.

Flottur sigur hjá okkar mönnum sem léku sinn allra besta leik í mótinu. Leiknismenn mæta Fjölni á fimmtudaginn í undanúrsliti leik mótsins og fer leikurinn fram í Egilshöllinni klukkan 19:00.

 

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*