Undanúrslit í kvöld

Leiknismenn mæta Fjölnismönnum í Egilshöllinni í kvöld í undanúrslitum Reykjavíkurbikarsins.

Fjölnismenn unnu A-riðil mótsins og lögðu meðal annars Íslandsmeistara Vals á leið sinni í undanúrslit. Fjölnis-liðið er ungt og spennandi lið með nýjan stjóra í brúnni Ólaf Pál Snorrason.

Leiknismenn koma inn í leikinn eftir flottan leik gegn Víkingum sem tryggði þeim sæti í undanúrslitunum stigi á eftir KR-ingum.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 í Egilshöll allra landsmanna. Við hvetjum Breiðhyltinga, nærsveitunga og stuðningsmenn félagsins til að mæta.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*