Uppskeruhátíð Leiknis

Uppskeruhátíð Leiknis var haldin hátíðlega í Hólabrekkuskóla á laugardaginn en þar hittust allir yngri flokkar Leiknis ásamt þjálfurum og aðstandendum.

Verðlaun voru veitt fyrir bestu ástundun, mestu framfarir, besti og efnilegasta leikmaður. Þjálfarar og dómarar voru verðlaunaðir fyrir vel unnin störf og landsliðsmenn Leiknis fengu viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

Að lokum var Hannesararbikarinn afhentur en hann fær sá iðkandi sem hefur sýnt framúrskarnadi dugnað og kraft í knattspyrnu og félagsstafi Leiknis.

Freyja Sæþórsdóttir hlaut Hannesarbikarinn í þetta skiptið en hún hefur burðarásin í fámennum 5.flokki í ár þar sem hún mætir á hverja einustu æfingu og er dugleg að draga nýjar stelpur með sér á æfingar. Freyja hefur einnig tekið miklum framförum í ár og hefur leikið með 4.flokki kvenna og 3.flokki kvenna ásamt því að leika með 5.flokki karla.


Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*