Úr leik í bikarnum

Leiknir fékk skell gegn KA í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en leikið var á Greifavellinum á miðvikudag.

Þegar 29 mínútur voru liðnar af leiknum missti Leiknir tvo leikmenn af velli. Sólon Breki Leifsson og Brynjar Hlöðversson fengu báðir seinna gula spjald sitt og þar með rautt.

Leikbönn eru aðskilin milli Íslandsmótsins og bikarkeppninnar og því taka þeir út refsingu sína á næsta ári.

Níu leikmenn Leiknis komust lítt áleiðis gegn Akureyringum sem unnu á endanum 6-0 sigur. Jæja þá er bara að einbeita sér að deildinni! Vestri kemur í heimsókn á sunnudag.

Hér má lesa umfjöllun um leikinn af Leiknisljónasíðunni og hér er skýrslan á Fótbolta.net þar sem hægt er að horfa á viðtöl við Sigga og Sævar með því að smella á “Viðtöl”.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*