Úrslitakeppni um helgina

4.flokkur og 5.flokkur karla hrósuðu bæði sigri í C-deildum Íslandsmótsins í sumar og munu því leika í B-deild að ári.

Ásamt því að tryggja sér sæti í B-deild þá tryggðu flokkarnir sér einnig sæti í úrslitakeppnum 4. og 5.flokks.

4.flokkur hefur leik í úrslitakeppninni í dag klukkan 17:00 þegar þeir heimsækja granna okkar í ÍR á ÍR-völlinn í Mjódd.

5.flokkur hefur leik á morgun þegar þeir leika gegn Víking á ÍR-vellinum í Mjódd.

Flottur árangur hjá okkar mönnum og óskum við þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

Hér að neðan má sjá dagskrá úrslitakeppninar hjá flokkunum.
Föstudagur:
17:00 4.fl ÍR-Leiknir ÍR-Völlur

Laugardagur:
09:30 5.fl Leiknir-Víkingur ÍR-Völlur
13:00 5.fl Leiknir- Sjarnan ÍR-Völlur

Sunnudagur:
09:00 5.fl ÍR-Leiknir ÍR-völlur
12:00 4.fl FH-Leiknir Kaplakriki

Miðvikudagur:
17:00 4.fl Leiknir-Breiðablik Leiknisvöllur

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*