Veldu leikmann ársins!

Á laugardaginn ætlum við Leiknisfólk að hittast og fagna saman sumrinu sem senn er að renna sitt skeið. Einn af hápunktum kvöldsins ár hvert er þegar opinberað er hvaða leikmaður hefur verið valinn besti leikmaður tímabilsins af stuðningsmönnum.

Í fyrra var vélmennið Eyjólfur Tómasson sem var valinn bestur og þar á undan formannssonurinn Óttar Bjarni Guðmundsson.

Nú hefur kjörkassinn verið opnaður og verður hann opinn til klukkan 13:00 á föstudag. Við hvetjum allt Leiknisfólk til að taka þátt með því að senda tölvupóst á elvargeir@fotbolti.net og merkja “Leikmaður ársins”

 

Leiknishúsið opnar klukkan 19:00 og verður Gleðistund milli 19:00-20:00

Fjölmennum í Leiknishúsið á Laugardagskvöldið kæra Leiknisfólk og fögnum sumrinu saman með stráknum okkar.

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*