Veldu leikmann ársins!

Það verður mikið um dýrðir næsta laugardagskvöld þegar lokahóf Leiknis fer fram.

Einn af hápunktum kvöldsins ár hvert er þegar opinberað er hvaða leikmaður hefur verið valinn besti leikmaður tímabilsins af stuðningsmönnum.

Síðustu tvö ár hafa Eyjólfur Tómasson og Hilmar Árni Halldórsson tekið þessi verðlaun en BB smíði gefur glæsilegan farandbikar til þess leikmanns sem valinn er.

Nú hefur kjörkassinn verið opnaður og verður hann opinn til klukkan 18:00 á föstudagskvöld. Við hvetjum allt Leiknisfólk til að taka þátt með því að senda tölvupóst á elvargeir@fotbolti.net og merkja “Leikmaður ársins”.

Höfundur:

Leiknir.com

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*