Verður ekki sætara

Leiknir R. 1 – 0 Keflavík
1-0 Sólon Breki Leifsson (’90+)

Leiknir vann Keflavík 1-0 í fyrsta leik 20. umferðar Inkasso-deildar karla. Sigurmarkið var flautumark frá Sóloni í uppbótartíma. Stefán Árni Geirsson átti stoðsendinguna.

Þó aðeins eitt mark hafi verið skorað í leiknum þá var hann stórskemmtilegur. Leiknisliðið óð í færum þar sem stöng, slá, línubjörgun og fræknar markvörslur komu í veg fyrir að boltinn endaði í netinu.

Leikurinn var jafnari í seinni hálfleik en sigurinn endaði réttu megin og áfram eru okkar menn í Pepsi Max tækifæri, þegar tveir leikir eru eftir.

Manhattan-maður leiksins að mati Leiknir.com er Bjarki Aðalsteinsson.

Næsti leikur? Fjölnir á útivelli laugardaginn 14. september.

Smelltu hér til að skoða skýrslu Sævars Ólafssonar

Smelltu hér til að sjá viðtal við Sigga Höskulds eftir leik

Smelltu hér til að skoða leikjadagskrá og stöðu

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*