Víkingur Ó – Leiknir

Leiknismenn leggja leið sína í Ólafsvík á morgun þar sem þeir leika gegn Víkingum í 7.umferð Inkasso-deildarinnar.

Víkingar hafa byrjað mótið vel og eru í 4.sæti deildarinnar með tíu stig á morgun leika þeir sinn fyrsta heimleik á tímabilinu á glænýju gervigrasi. Víkingar eru vel skipulagt lið og með menn eins og Kwame Que og Gonzalo Zamarano innanborðs og eru til alls líklegir í sumar.

Leiknismenn litu vel út í seinustu umferð gegn Magnamönnum þrátt fyrir að halla tæki undan fæti í seinni hálfleik. Sólon Breki og Sævar Atli virðast vera að mynda sterkt framherjapar og Miroslav Pushkarov og Anton Freyr hafa komið með festu og kraft inn í liðið.

Það verða því tvö hörkulið sem mætast á morgun en við hvetjum fólk til að leggja leið sína í Ólafsvík á morgun og fagna komu gervigrasins með þeim og styðja við okkar menn.

Leikar hefjst klukkan 19:15 á morgun

Áfram Leiknir!

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*