Yfirlýsing frá Leikni

Stjórn Leiknis Reykjavík harmar þá atburðarás sem fór af stað eftir að fréttir bárust um ákvörðun KSÍ að Íslandsmóti yrði hætt og þar með ljóst að Leiknir myndi spila í efstu deild á næstu leiktíð.

Leikmenn í meistaraflokki liðsins voru að ljúka æfingu, þar sem þágildandi reglum varðandi æfingar var fylgt, þegar þetta var tilkynnt og viðurkennist að fagnaðarlætin fóru fram úr hófi miðað við þær reglur sem eru í gildi og þær sem voru í gildi á þeim tíma varðandi fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir.

Stjórnin vill undirstrika að ekki var um skipulagðan viðburð að ræða heldur spilaðist þetta svona í kjölfar fréttanna.

Félagið biðst afsökunar á þessari framgöngu og hvetur alla til að fara að fyrirmælum stjórnvalda og snúa bökum saman í baráttunni við faraldurinn.

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*