Fara á efnissvæði
IS EN PL

Æfingagjöld 2022 - 2023

Við erum stolt að kynna að náðst hefur samstarfs með Dominos sem núna tryggir börnum frí árgjöld með notkun frístundastyrks frá Reykjavíkurborg. Þetta virkar þá þannig að ef til dæmis iðkendagjald er 80.000 þá er notaður frístundastyrkur 50.000 og svo kemur styrkur frá Dominos 30.000. Ef barn notar frístundastyrk í aðra frístund þá þarf að greiða fyrir það sem því nemur.

Dominos styrkur kemur til úthlutunar hlutfallslega eftir tímabilum (1/3 Haust og 2/3 Vor/Sumar).

Athugið: Til að nýta sér styrk frá Dominos, fyrir nýja iðkendur, þá þarf að gefa stjórnenda upp kennitölu iðkenda og forskrá. Þá er settur inn Dominos styrkurinn. Styrkurinn á að vera kominn inn hjá iðkendum sem voru fluttir milli tímabila í Sportabler.

Barna- og unglingastarf hjá Leikni er að mestu leyti kostað af æfingagjöldum. Miklu skiptir að þau skili sér til félagsins.

Æfingagjöld eru innheimt miðað við æfingatímabilið 2022-2023 sem er núna 16. september 2022 - 15. september 2023. Yfirleitt er gefið frí einhverja daga í september þegar flokkaskipti eiga sér stað og getur það verið mismunandi milli flokka.

Athugið að núna er iðkendagjöldum skipt í haust og vor/sumar. Ef vilji er til að greiða allt árið í einni greiðslu endilega hafið þá samband við leiknir@leiknir.com svo hægt sé að færa inn Dominos styrkinn áður en greiðsla er gerð.

Æfingagjöld má sjá í töflu hér að neðan: 

    Tímabil 2022-2023 - 16 september 2022 - 15 september 2023  
            Haust Vor/Sumar    
  Fæðingar ár Bekkur   Sportabler kóði 2022-2023 16 sept-15 jan 16 jan-15 sept DOMINOS 2022-2023 DOMINOS *  haust 2022
8 flokkur blandað 2017 - 2020 leikskóli og 1. 03R2O0 18,000 6,000 12,000 0 0
7 flokkur kk 2015-2016 2. og 3.   1XBF88 84,000 28,000 (25,000*) 56,000 9,000 3,000
7 flokkur  kvk 2015-2016 2. og 3.   OM06BK 84,000 28,000 (25,000*) 56,000 9,000 3,000
6 flokkur kk 2013-2014 4. og 5.   KLFEPG 90,000 30,000 (25,000*) 60,000 15,000 5,000
6 flokkur kvk 2013-2014 4. og 5.   985DAI 84,000 28,000 (25,000*) 56,000 9,000 3,000
5 flokkur kk 2011-2012 6. og 7.    8UVBX5 100,000 34,000 (25,500*) 66,000 25,000 8,500
4 flokkur kk 2009-2010 8. og 9.   W5AVSK 105,000 35,000 (25,000*) 70,000 30,000 10,000
3 flokkur kk 2007-2008 10. og framh. LM82P3 105,000 35,000 (25,000*) 70,000 30,000 10,000
2 flokkur kk 2004-2006 Framhaldsskóli C7P9NT 75,000 25,000 50,000 0 0
ATHUGIÐ - Upphæðir í töflu hafa verið rúnaðar af vegna styrkja frá Dominos, þær birtast aðeins öðruvísi í Sportabler.        
            *() Með styrk frá Dominos    
            *() With funds from Dominos    

Flokkur | árgjald
Greitt er með Frístundaávísun og Dominos greiðir það sem eftir stendur ef Frístundaávísun er nýtt að fullu hjá Leikni.

There is no cost training with Leiknir if you use Frístundaávísun fully (funds from Reykjavík city), Dominos covers the rest with funds that are divided 1/3 in Autum and 2/3 in Spring/Summer.

SYSTKINA AFSLÁTTUR: 25% kemur sjálkrafa fram í kaupferlinu ef þú átt rétt á honum.

Skráning

Foreldrar verða að byrja á að setja upp smáforritið (appið) Sportabler.

Athugið að Sportabler býður uppá spjallaðstoð, styðjið á ljósbrúna hringlaga táknmynd, oftast niðri hægra megin á skjá. Endilega nýtið ykkur það ef þið lendið í vandræðum.

  • Frístundastyrk er ráðstafað í kaupferlinu.
  • Gengið er frá greiðslu æfingagjalda á www.sportabler.com/shop/leiknir
  • Þeir sem eru með Sportabler aðgang skrá sig inn á þeim aðgang
  • Þeir sem eru ekki með Sportabler aðgang geta nýskráð sig efst í hægra horninu "Innskrá í Sportabler" --> Nýskrá
  • Hægt er að borga með debet eða kredit korti og einnig er hægt að greiða með greiðsluseðli.
  • Helst viljum við greitt sé með lausnum í gegnum Sportabler. En ef lagt er inná félagið þá er kt. 690476-0299, banki 0537-26-16248.
    Vinsamlega sendið kvittun á leiknir@leiknir.com með skýringu fyrir hverja er verið að greiða og hvaða tímabil.

Viðbótarstyrkur - Breiðholtskrakkar fædd 2015 og 2016 (7 flokkur kvk og kk)

  • Athugið að borgin veitir börnum í 1 og 2 bekk, fædd 2015 og 2016 (7 flokkur kk og 7 flokkur kvk), viðbótarstyrk í verkefninu Breiðholtskrakkar til að krakkar geti prófað fleiri en eina íþróttagrein eða frístund. Vinsamlega sendið póst á leikni@leiknir.com til að fá þann styrk.

Nánari upplýsingar veita:

Stefán Páll Magnússon, leiknir@leiknir.com, s. 694-9525