Hjalti og Stefán í Leikni

Leiknismenn sitja ekki auðum höndum á leikmannamarkaðanum um þessar mundir. Í dag bættust tveir leikmenn við leikmannahóp Leiknis þegar KR-ingarnir Hjalti Sigurðsson og Stefán Árni Geirsson skrifuðu undir lánssamning út keppnistímabilið.

Bæði Hjalti og Stefán eru fæddir árið 2000 og  hafa leikið með KR síðan í yngri flokkum félagsins báðir léku þeir í Pepsi-deildinni síðasta sumar Stefán lék einn leik og Hjalti þrjá.

Stefán Árni er leikinn og fjölhæfur sóknarmaður sem getur leyst allar stöður framarlega á vellinum. Hann var í U19 ára landsliðshóp Íslands í sumar sem lék í undankeppni EM.

Hjalti er fjölhæfur og klókur miðjumaður sem getur bæði leyst flest allar stöður inn á miðsvæðinu sem og í bakvarðarstöðurnar. Hann var einnig í U19 ára landsliðshóp Íslands í sumar og var valinn í seinasta U21 árs landsliðshóp Íslands.

Við bjóðum þá Hjalta og Stefán innilega velkomna í Leikni og við hlökkum svo sannarlega til að sjá þá vaxa og dafna í Leiknisbúningnum í sumar.

Höfundur:

Post a Comment

Your email is never published nor shared. Required fields are marked *

*
*