Fara á efnissvæði
IS EN PL

Fótbolti

Íþróttafélagið Leiknir rekur öflugt starf í fótboltanum þar sem mikil áhersla er lögð á gæðaþjálfun, persónuleg samskipti og umhverfi þar sem einstaklingnum líður vel og þroskast og þróast.

Þrátt fyrir mikla þróun síðan félagið var stofnað 1973 hefur Leiknir haldið vel í gildi sín og verið ákveðið hjarta í hverfinu. Metnaður félagsins er sá að halda áfram að stækka, bæta við sig nýjum félagsmönnum og halda áfram að láta gott af sér leiða.

Flaggskipið er meistaraflokkur karla sem leikur í næst efstu deild og hefur búið til öflugar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur.