Fara á efnissvæði
IS EN PL
Hlo
Fréttir | 02.07.2021

433 velur Binna og Sævar í úrvalslið fyrri hlutans

Vefsíðan 433.is kynnti á dögunum val sitt á úrvalsliði fyrri hluta Pepsi Max-deildarinnar og á Leiknir þar tvo fulltrúa, Brynjar Hlöðversson og Sævar Atla Magnússon. Smelltu hérna til að sjá liðið.

Þá var Sævar Atli Magnússon valinn besti leikmaður 10. umferðar Pepsi Max-deildarinnar af Morgunblaðinu en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigrinum gegn Víkingi.

Sævar, Binni og Guy Smit voru allir í liði umferðarinnar hjá Fótbolta.net og Siggi Höskulds var valinn þjálfari umferðarinnar.