Fara á efnissvæði
IS EN PL
Screenshot 20230502 232010 Samsung Notes
Fréttir | 11.05.2023

50 ára afmælistreyja Leiknis

Í næstu viku fer í forsölu sérstök 50 ára afmælistreyja Leiknis sem verður gerð í mjög takmörkuðu upplagi og aðeins einni prentun fyrir þá sem hafa pantað hana fyrirfram. Sannkallaður safngripur sem mikil spenna ríkir núþegar fyrir þó að útlitið hafi ekki verið gefið upp hingað til. 

Þeir sem eiga árskort munu fá forgang til að panta treyjuna á nýrri vefverslun Leiknis. Myndin með fréttinni gefur smá hugmynd um hvað ræðir en hún verður sýnd frá öllum hliðum þegar hún fer í sölu í næstu viku eins og áður segir. 

Á föstudaginn næstkomandi verða í klúbbhúsinu mátunartreyjur frá Errea í boði fyrir þá sem vilja máta hvaða stærð þeir þurfa. ATH að það er bara til að máta sniðið. Mátunartreyjurnar eru almenns útlits.

 

Nokkur atriði varðandi treyjuna: 

-Stykkið mun kosta 22.500isk

-Litirnir frá upphaflegu treyjunum eru í hávegum hafðir þótt útlitið sé nýtískulegt

-Nöfn þeirra 23 leikmanna sem hafa spilað 100 leiki eða fleiri fyrir meistaraflokk félagsins þekja ermar treyjunnar

-"50 ára" verður fyrir miðju brjóstkassans í gylltu

-Númerið 50 verður aftan á treyjunni með "Stolt Breiðholts" fyrir ofan í hálsmálinu

-Með aðstoð dyggra stuðningsaðila verður treyjan án auglýsinga en kemur í veglegri öskju merktri þessum sömu kostunaraðilum

-Lítil veifa/fáni sem kemur út í tilefni afmælisins, fylgir með í öskjunni

Það er um að gera að skrá sig á póstlista félagsins efst á vefverslunarsíðu félagsins til að fá áminningu í tölvupósti þegar treyjan fer í sölu og líka til að fá fréttabréfið Leiknisfréttir reglulega í inboxið með áminningum um leiki og fréttir af félaginu. 

#StoltBreiðholts