Fara á efnissvæði
IS EN PL
Lumii 20230515 212640667 (1)
Fréttir | 01.06.2023

50 ára afmælistreyjan - síðustu forvöð

PANTA HÉR

Hin glæsilega 50 ára afmælistreyja Leiknis, safngripur sem mun vekja öfund allra um aldur og ævi, er á leið í prentun á mánudag. Þá verður ekki hægt að panta fleiri. Hún verður bara prentuð einu sinni og í mesta lagi í 50 eintökum. Lokað verður fyrir pantanir á hádegi á mánudag.

Fyrir þá sem ekki þekkja til er treyjan óður til fyrsta búnings félagsins í hvítu, vínrauðu og ljósbláu litunum með nöfn leikjahæstu leikmanna félagsins á ermum og öxlum auk annarra einkenna sem þarf ekki að tíunda hér. Aðeins 50 treyjur verða í boði og því um að gera að skella sér á vefverslunina og tryggja sér eintak nú strax. Sniðið er örlítið víðara en á keppnistreyjunum en þeir sem vilja vera vissir um sína stærð geta farið í Leiknishús og mátað prufutreyjur frá Errea til að ganga úr skugga um það hún komi til með að passa á þá. 

Nú er ekki til setunar boðið. Frestur verður ekki framlengdur. Ef þú vilt eignast þennan glæsilega afmælissafngrip í sögu félagsins, skaltu drífa þig og panta núna. Það skal sömuleiðis tíundað að ef þú hefur ekki fengið staðfestingarpóst með kvittun frá netversluninni, þá hefur þú ekki klárað kaupinn og missir þá af treyjunni ef þú hefur ekki klárað kaupinn alla leið. 

Setjum stoltið í Breiðholtið með þeirri allra flottustu. 
PANTA HÉR

#StoltBreiðholts