Fara á efnissvæði
IS EN PL
100039
Fréttir | 19.04.2021

Æfingaleikir fram að móti

Leiknisliðið er á fullri ferð í undirbúningi sínum fyrir Pepsi Max-deildina.

Á föstudagskvöld var leikinn æfingaleikur gegn Kórdrengjum, fyrsti leikur eftir afléttingu á samkomutakmörkunum. Leikurinn var fínt tækifæri til að koma sér aftur í gang en Kórdrengir unnu 1-0 sigur.

Á morgun, þriðjudaginn 20. apríl, verður leikur gegn HK í Kórnum og svo á laugardagsmorgun verður spilað gegn FH á Domusnova-gervigrasvellinum.

Alvaran hefst svo 1. maí gegn Stjörnunni í Garðabæ þegar fyrsti leikur í Pepsi Max-deildinni verður á dagskrá.