Fara á efnissvæði
IS EN PL
Æfingatafla 23 24
Fréttir | 23.08.2023

Æfingatafla vetrarins í knattspyrnu

Nú er ný vetrartafla klár.

Við ætlum að taka frí í 5. fl, 6.fl, 7.fl og 8.fl í næstu viku vegna flokkaskipta. Vetraræfingataflan tekur svo við á  mánudaginn, 4. september.

Flokkaskiptin verða eins og vanalega, örlítið flókin, þar sem sumir flokkar eru enn að keppa í sínum mótum, og sumir jafnvel út september. Þeir iðkendur sem eru að fara upp í 5., 6. og 7. flokk (fædd 2013, 2015 og 2017), byrja með þeim flokkum samkvæmt vetrartöflunni mánudaginn 4. september. 

Þeir iðkendur sem eru að fara upp í 2., 3. og/eða 4. flokk, æfa ýmist sér eða með nýju flokkunum sínum. Frekari upplýsingar um það verða sendar sérstaklega út á þau sem eru í þeirri stöðu.

Áfram Leiknir!