Fara á efnissvæði
IS EN PL
IMG_8143.JPG
Fréttir | 15.04.2021

Aflétting og æfingar aftur á fulla ferð

Tilslakanir á sóttvarnareglum tóku gildi í dag, 15. apríl, og er því starf Leiknis aftur komið á fulla ferð. 

Eftirfarandi kemur fram á vef Stjórnarráðsins:

Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20 manns, hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum, sviðslistir einnig og skíðasvæðin geta opnað á ný. Í skólum breytast nálægðarmörk á öllum skólastigum úr 2 metrum í 1 og leik- og grunnskólabörnum verður heimilt að stunda skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf á ný. Þetta er megininntak tilslakana á sóttvarnareglum sem heilbrigðisráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag og eru í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis. Reglugerðir um breytingarnar eru í vinnslu og verða birtar síðar í dag. Gert er ráð fyrir að þær gildi í 3 vikur.

Um helstu breytingar á almennum samkomutakmörkunum:

  • Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns.
  • Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktarstöðvum heimilt að opna fyrir 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta, auk annarra skilyrða.
  • Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna með og án snertinga í öllum íþróttum heimilar með allt að 100 áhorfendum sem skulu skráðir í sæti. Hámarksfjöldi fullorðinna (innsk KSÍ:  á keppnissvæði, s.s. leikmenn og starfsmenn liða) verður 50 manns en fjöldi barna fer eftir sömu takmörkunum og í skólastarfi.