Fara á efnissvæði
IS EN PL
Arnor
Fréttir | 21.04.2021

Ágúst Leó með sigurmark gegn HK

Leiknir vann 2-1 útisigur í æfingaleik gegn HK í Kórnum í gær, þriðjudagskvöld. Andrés 'Manga' Escobar skoraði fyrsta mark leiksins af vítapunktinum, HK jafnaði en Ágúst Leó Björnsson skoraði fallegt sigurmark í lok leiksins.

Leikurinn var aðeins nokkurra mínútna gamall þegar Sólon Breki Leifsson var að fara að setja boltann í tómt markið en markvörður HK braut á honum. Vítaspyrna dæmd og Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, fékk að líta rautt spjald. Þar sem um æfingaleik var að ræða þá ákváðu liðin að spila áfram ellefu gegn ellefu og Arnar hélt leik áfram. Hann kom þó engum vörnum við þegar Manga skoraði af öryggi af punktinum.

HK náði verðskulduðu jöfnunarmark í seinni hálfleik en Ágúst Leó skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok eftir fyrirgjöf Arnórs Inga Kristinssonar (á mynd).

Byrjunarlið Leiknis: Guy; Gyrðir, Dagur, Bjarki, Ósi; Daði, Árni, Ernir; Manga, Danni, Sólon.
Komu inn af bekknum: Octavio, Birgir, Arnór, Davíð Júlían, Shkelzen, Andi, Daði.

Næsti æfingaleikur Leiknis verður gegn FH klukkan 10 á laugardagsmorgun, á gervigrasi okkar á Domusnova-svæðinu.