Fara á efnissvæði
IS EN PL
203865270 241933780712345 2316228331434869946 N
Fréttir | 26.06.2021

Allir á völlinn! Leiknir - Víkingur á mánudag

Á mánudagskvöld mætast Leiknir og Víkingur í tíundu umferð Pepsi Max-deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Domusnova-vellinum.

Bauhaus pallurinn skartar sínu fegursta, borgarar á grillinu og kaldir drykkir í kælinum.

Hægt er að mæta í upphitun í salnum og fylgjast með leik Króatíu og Spánar í 16-liða úrslitum EM á tjaldinu en sá leikur hefst klukkan 16.

Okkar menn þurfa á stuðningi að halda í baráttunni, nú er búið að aflétta takmörkunum og engin ástæða til að láta ekki sjá sig á mánudaginn!

Mánudagskvöld á Domusnova
19:15 Leiknir - Víkingur

Leikurinn sem viðburður á Facebook