Fara á efnissvæði
IS EN PL
Andihoti (1)
Fréttir | 01.02.2023

Andi Hoti í U-21 æfingahóp

Davíð Snorri hefur valið sér æfingahóp í U-21 landslið sitt fyrir vináttuleik við Írland í næsta mánuði. Okkar Andi Hoti var valinn í hópinn og ber uppi merki Stoltsins í hópnum.

Andi er 19 ára miðvörður/miðjumaður sem spilaði allt síðasta tímabil á láni hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ. Hann á þegar undir beltinu 7 leiki fyrir U-18 ára landslið Íslands þar sem hann náði að skora tvívegis í þokkabót. 

Andi er kominn aftur í Breiðholtið og með brotthvarfi Bjarka Aðalsteins úr vörninni er gullið tækifæri fyrir þennan uppalda Leiknismann að taka af skarið enda hefur hann sýnt gæði sem vekja athygli innan klúbbsins í nokkur ár. 

#StoltBreiðholts

Heimild: Fotbolti.net