Fara á efnissvæði
IS EN PL
Andihoti
Fréttir | 15.03.2023

Andi Hoti í U-21 landsliðinu

Einn efnilegasti leikmaður félagsins, Andi Hoti, hefur verið valinn í leikmannahóp U-21 landsliðsins sem mætir Írum síðar í mánuðinum. Hann var kallaður í æfingahópinn í síðasta mánuði og hefur sannað sig nægilega fyrir Davíð Snorra þjálfara til að tryggja sér sæti í lokahópnum sem heldur ytra í næstu viku. 

Andi gerði gott mót í U-19 ára liðinu og fyrir ekki svo löngu gaf Siggi, nokkur, Höskulds út að Andi væri einfaldlega besti ungi leikmaðurinn í Lengjudeildinni. Það er því ekki ofsögum sagt að menn eru spenntir fyrir því að sjá kappann vaxa og dafna í röðum Leiknis og með landsliðnu en hann spilaði allt tímabilið í fyrra á láni hjá Aftureldingu í Mosfellsbænum í fyrra. 

Við óskum Andi auðvitað til hamingju með áfangann og hlökkum til að sjá hann í fagurbláu litum landsliðsins áður en fullur fókus verður settur á Lengjudeildina í Holtinu. 

#StoltBreiðholts