Fara á efnissvæði
IS EN PL
Andihoti
Fréttir | 25.10.2022

Andi í æfingahópi U-21

Andi Hoti er í æfingahópi Davíð Snorra hjá U-21 landsliði Íslands sem kemur saman í nóvember fyrir leik gegn Skotlandi sem fer fram ytra seinna í mánuðinum.

Andi er uppalinn Leiknismaður sem spilar yfirleitt miðvörð eða afturliggjandi miðjumann og var á láni hjá Aftureldingu í sumar við virkilega góðan orðstír. Hann pilaði fyrir U-19 ára landsliðið fyrr á árinu og skoraði meira að segja mörk þar. Það eru miklar vonir bundnar við drenginn hjá okkur og klárt að hann á að vera einn af þeim sterku póstum sem stíga upp á næsta ári þegar félagið mætir til leiks aftur í næstefstu deild. 

Við óskum Andi til hamingju og vonumst til að sjá hann kljást við Skotana þar ytra í nóvember. 

#StoltBreiðholts

Heimild: fotbolti.net