Fara á efnissvæði
IS EN PL
Andihoti
Fréttir | 24.05.2021

Andi með U19 landsliðinu til Færeyja

U19 landslið Íslands mætir U19 og U21 ára liðum Færeyja í tveimur vináttuleikjum í júní.

Liðið mætir U21 ára liði Færeyja 3. júní og hefst sá leikur kl. 16:30 að íslenskum tíma. U19 ára lið þjóðanna mætast svo 6. júní og hefst sá leikur kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Báðir leikirnir fara fram í Svangaskarði í Færeyjum.

Andi Hoti er í hópnum fyrir þetta verkefni. Andi er hjá Þrótti á lánssamningi frá okkur Leiknismönnum en hann kom inn á 57. mínútu í sigurleik liðsins gegn Selfossi í Lengjudeildinni á dögunum.

Til hamingju með þessa viðurkenningu Andi!