Fara á efnissvæði
IS EN PL
326454394 1387941848688500 6393208515066559073 N
Fréttir | 23.01.2023

Arnór Ingi aftur í Leikni

Arnór Ingi Kristinsson hefur snúið aftur í raðir Leiknis en hann er kominn á láni frá Völsurum á Hlíðarenda.

Arnór er öllum hnútum kunnugur í Breiðholtinu en hann á að baki 46 leiki í meistaraflokki með Leikni í deild og bikar á síðustu þremur sumrum. Þessi 21 árs bakvörður fór til Valsara í glugganum í fyrra en snýr nú aftur til að aðstoða sitt gamla félag í baráttunni sem framundan er í Lengjudeildinni. 

Við bjóðum þennan kappa að sjálfsögðu velkominn aftur í hópinn til okkar og hlökkum til að sjá hann tryggja vörnina í vor og sumar. 
Við náðum tali af Arnóri eftir fyrstu æfinguna hans í Austurbergi að þessu sinni en hann ætlar, eins og allir sannir Leiknismenn að láta sjá sig á Herrakvöldi Leiknis næstkomandi laugardag á Veitingastaðnum Efri í Drafnarfelli: #StoltBreiðholts