Fara á efnissvæði
IS EN PL
Arnoringiback
Fréttir | 15.02.2024

Arnór Ingi alkominn heim

Arnór Ingi Kristinsson er formlega kominn til baka í Breiðholtið úr röðum Valsara en Leiknisfólk þekkir þennan kappa mætavel enda hefur hann staðið í baráttunni með okkur í bakverðinum síðustu ár sem lánsmaður og Leiknismaður.

Arnór Ingi er hægri bakvörður og á að baki 80 leiki í Meistaraflokki Leiknis þó hann sé uppalinn í Stjörnunni og aðeins 23 ára næsta sumar. Arnór skrifaði undir 2 ára samning svo við ættum að sjá drenginn slást í 100 leikja klúbbinn áður en á löngu líður. 

Velkominn aftur og að eilífu í Breiðholtið Arnór Ingi! Let´s gó!

#StoltBreiðholts