Fara á efnissvæði
IS EN PL
Aron Skuli Brynjarsson
Fréttir | 12.08.2025

Aron Skúli til Leiknis

Leiknir hefur samið við framherjann Aron Skúla Brynjarsson sem kemur í Breiðholtið frá Augnabliki. Samningurinn gildir út tímabilið.

Aron Skúli er uppalinn í Breiðablik og hefur spilað yfir 100 deildarleiki með ýmsum félögum. Í þeim leikjum hefur hann skorað 42 mörk en samtals er hann með 61 mark í 140 KSÍ-leikjum. Í sumar hefur hann skorað 11 mörk í 14 leikjum fyrir Augnablik.

Ágúst Gylfason segir að Aron muni koma með kraft inn í hópinn og innspýtingu fyrir síðustu 6 leiki tímabilsins.

Aron sjálfur segir þetta spennandi tækifæri fyrir sig að fá að taka þátt í lokaspretti Lengjudeildarinnar í ár.

 

Við minnum á leikinn mikilvæga gegn Fylki annað kvöld. Hér er upphitun fyrir þann leik, miðasalan er á Stubbi og við vonumst eftir því að sjá sem flest ykkar í stúkunni og brekkunni að styðja okkar lið.

 

Áfram Leiknir!

Stolt Breiðholts