Fara á efnissvæði
IS EN PL
Birgir
Fréttir | 22.07.2021

Birgir í Aftureldingu

Birgir Baldvinsson hefur verið lánaður í Aftureldingu í Lengjudeildinni út þetta tímabil.

Birgir er tvítugur varnarmaður sem hefur verið mikil ánægja með í Breiðholtinu en hann kom við sögu í fjórum leikjum í Pepsi Max-deildinni með okkur í sumar.

Hann kom á láni frá KA en hefur nú skipt yfir í vel spilandi og skemmtilegt lið Aftureldingar.

Við óskum Birgi góðs gengis í Mosfellsbænum!