Fara á efnissvæði
IS EN PL
Screenshot 20190812 221203 Google
Fréttir | 21.01.2023

Bjarki Aðalsteins kveður Leikni

Bjarki Aðalsteinsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Leikni eftir að samningur hans rann út um áramótin. Hann er ekki kominn með annað lið en næsta áskorun turnsins í vörninni mun vera í litum annars liðs.

Bjarki er uppalinn Bliki en hefur nú spilað síðustu 6 tímabil með Leikni og spilaði 127 leiki fyrir félagið í deild og bikar frá 2017-2022. Hann er því löngu orðinn lykilmaður í sögu félagsins enda var hann einn af máttarstólpum varnarinnar öll sín ár hjá félaginu. Bjarki tók við fyrirliðabandi meistaraflokks þegar Sævar Atli fór í atvinnumennskuna sumarið 2021. 

"Ég átti frábær sex tímabil hjá Leikni. Ég fékk að taka þátt í sögulegum árangri hjá félaginu, eignaðist fallegar minningar og góða vini. Ég er mjög þakklátur fyrir það og vil þakka Leikni, stuðningsmönnum og öllum í kringum félagið fyrir allt" segir Bjarki í kveðjuskyni. 

Íþróttafélagið Leiknir þakkar Bjarka kærlega fyrir árin 6 og ævintýrin sem hann tók þátt í með okkur. Við óskum honum auðvitað góðs gengis í næstu verkefnum og vonumst til að sjá hann sem allra oftast á hólnum í Breiðholti. Þú ert alltaf velkominn kæri Bjarki. 

Hér að neðan má skoða myndband þar sem við fengum að kynnast Bjarka betur í daglegu lífi fyrir 2 árum síðan. 

#StoltBreiðholts