Fara á efnissvæði
IS EN PL
Dannifinnnnnnnns
Fréttir | 10.05.2022

Daníel Finns yfirgefur Leikni

Hinn uppaldi og efnilegi Daníel Finns Matthíasson hefur formlega haft félagaskipti yfir í Stjörnuna í Garðabæ. 

Daníel, sem verður 22 ára í næsta mánuði, spilaði upp alla yngri flokkana í Leikni og hefur nú spilað 65 leiki í deild og bikar fyrir meistaraflokk félagsins og skorað í þeim 9 mörk.

Íþróttafélagið Leiknir þakkar Daníeli fyrir samfylgdina og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.