Fara á efnissvæði
IS EN PL
Danni1
Fréttir | 19.02.2021

Danni Finns með nýjan samning

Daníel Finns Matthíasson hefur skrifað undir nýjan samning við Leikni út 2022.

Danni Finns er tvítugur, er uppalinn Leiknismaður og skiljanlega í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum enda algjör gæðaleikmaður.

Danni lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk 2016 og í fyrra spilaði hann 15 leiki í Lengjudeildinni og skoraði þrjú mörk.

Hann mun vafalítið láta ljós sitt skína í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Á myndinni hér að neðan má sjá Danna ásamt Stefáni Páli Magnússyni framkvæmdastjóra.