Fara á efnissvæði
IS EN PL
Daníel Finns
Fréttir | 30.05.2021

Danni og Sævar boðaðir á U21 æfingar

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21 karla, valdi í síðustu viku hóp sem æfir dagana 1.-3. júní.

U21 karla hefur undankeppni EM 2023 í september þegar liðið mætir Hvíta Rússlandi ytra 2. september og Grikklandi 7. september hér heima. Önnur lið í riðlinum eru Portúgal, Kýpur og Liechtenstein.

Tveir leikmenn Leiknis eru í hópnum: Daníel Finns Matthíasson og Sævar Atli Magnússon.

Þá er okkar maður, Vuk Óskar Dimitrjevic, einnig í hópnum sem og KR-ingarnir Hjalti Sigurðsson og Stefán Árni Geirsson sem léku með okkur Leiknismönnum á láni.

Smelltu hér til að sjá hópinn