Fara á efnissvæði
IS EN PL
Davíð Snorri
Fréttir | 13.02.2021

Davíð Snorri í Ljónavarpinu

Ljónavarpið, stuðningsmannahlaðvarp Leiknis, hefur svo sannarlega gert frábæra hluti og lífgað upp á starf félagsins.

Viðtal við Davíð Snorra Jónasson, hinn mikla Leiknismann, kom inn í tveimur hlutum í vikunni.

Davíð er fyrrum þjálfari Leiknis og núverandi þjálfari U21 landsliðsins. Hann stýrði Leikni ásamt Frey Alexanderssyni upp í efstu deild þar sem liðið lék í fyrsta sinn 2015.

Að venju geturðu nálgast Ljónavarpið á Spotify, Apple Podcasts og öllum helstu hlaðvarpsveitum og svo auðvitað á heimasíðu Leiknisljónanna.