Fara á efnissvæði
IS EN PL
Emil Berger
Fréttir | 18.02.2021

Emil Berger í Leikni

Leiknir hefur fengið liðsstyrk en miðjumaðurinn Emil Berger er kominn til félagsins.

Emil er 29 ára og hefur leikið 25 leiki í sænsku úrvalsdeildinni. Í fyrra lék hann fyrir Dalkurd í sænsku B-deildinni.

Emil kemur með aukna reynslu í Leiknisliðið en hann hefur áður spilað í efstu deild hér á landi, fyrir Fylki 2013 en þá kom hann á láni frá Örebro.

Það er mikið ánægjuefni að fá Emil í Breiðholtið en hann hefur lokið sóttkví og er kominn með leikheimild fyrir Lengjubikarleikinn gegn ÍBV á laugardaginn.

Snorri Valsson spjallaði við Emil og Sigga Höskulds í Leiknisheimilinu í kvöld: