Fara á efnissvæði
IS EN PL
100009
Fréttir | 13.02.2021

Engin svör gegn öflugum Blikum

Á föstudagskvöld lék Leiknir sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum, leikið var gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Blikar hafa farið með himinskautum á undirbúningstímabilinu og unnu Fótbolta.net mótið á dögunum með því að rúlla yfir Skagamenn í úrslitaleik.

Kópavogsliðið var áfram í ham og vann 4-0 sigur gegn okkar liði.

Hér má sjá skýrslu leiksins af ksi.is

Yfirburðir Blika í leiknum voru miklir en okkar menn hafa vonandi fengið mikinn lærdóm inn í bankann sem hægt verður að taka út í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Hér má lesa umfjöllun um leikinn á leiknisljonin.net

Næsti leikur okkar manna í Lengjubikarnum verður á Domusnova gervigrasinu næsta laugardag, 20 febrúar, gegn ÍBV klukkan 13:00.

Mynd: Haukur Gunnarsson