Fara á efnissvæði
IS EN PL
Errea
Fréttir | 22.03.2021

Farsælt samstarf Leiknis og Errea heldur áfram

Farsælt samstarf Leiknis og Errea heldur áfram. Skrifað hefur verið undir nýjan samning út 2025 en Leiknir hefur um margra ára skeið spilað undir merkjum ítalska íþróttafataframleiðandans.

Errea og Leiknir eiga eitt lengsta samband milli íþróttavörumerkis og íþróttafélags hérlendis, samband sem nær aftur til ársins 1995 og hefur verið afar ánægjulegt og gæfuríkt. Það voru þeir Stefán Páll Magnússon framkvæmdastjóri Leiknis og Þorvaldur Ólafsson eigandi Errea á Íslandi sem skrifuðu undir samninginn í Breiðholti í síðustu viku.

Við viljum hvetja alla iðkendur og foreldra að heimsækja verslun Errea í Bæjarlind í Kópavogi. Þar er gott að vera. Allan fatnað Leiknis má finna inná www.errea.is/leiknir.