Fara á efnissvæði
IS EN PL
Karangurung
Fréttir | 17.10.2022

Flott þróunarmót UEFA að baki fyrir Karan og U-15 landsliðið

Karan Gurung, einn mesta spennandi leikmaðurinn í frjóu uppeldisstarfi félagsins, er á heimleið frá Slóveníu eftir flott þróunarmót á vegum UEFA fyrir U-15 ára landslið Íslands.

Karan og félagar enduðu í öðru sæti á eftir heimliðinu á markatölunni einni. Okkar maður skoraði einkar smekklegt mark í leik við N-Írland og býr vonandi vel að reynslunni sem hann hlaut í þessu verkefni. 

Hægt er að lesa meira um mótið á hér á heimasíðu KSÍ

#StoltBreiðholts