Fara á efnissvæði
IS EN PL
SKOLI
Fréttir | 25.06.2021

Fótboltaskóli Leiknis | Nýtt námskeið hefst á mánudag

Nú er sérstakt tækifæri fyrir börnin til að gleðjast, því að opnað hefur verið fyrir skráningu á nýtt nýmskeið í Knattspyrnuskóla Leiknis sem hefst á mánudaginn.

Nú geta þau hlakkað til að hitta önnur börn í knattspyrnuskólanum í sumar. Leiðbeinendur munu reyna sitt besta til að tryggja að börnin komi hæfilega þreytt heim í lok hvers dags.

Fyrirkomulag námskeiða er nánast það sama og í fyrra nema að nú fer skráning fram í gegnum Sportabler.

SMELLTU HÉR FYRIR SKRÁNINGU

Námskeiðin eru hugsuð fyrir börn fædd 2009-2015. Athugið að námskeiðin eru í tvær vikur og er verðlagning mjög hófstillt í samanburði við mörg sambærileg námskeið sem eru í boði.

Við hvetjum iðkendur af báðum kynjum til að skrá sig.

Það er hægt að skrá iðkendur á vikunámskeið með því að hafa samband við skrifstofu Leiknis.

Megið endilega deila þessu og við hlökkum til að sjá hressa krakka á námskeiðum hjá okkur í sumar.

Kveðja, starfsfók Knattspyrnuskóla Leiknis 2021