Fara á efnissvæði
IS EN PL
Saevar (3)
Fréttir | 01.07.2021

Frábær sigur gegn Víkingum

Leiknir 2 - 1 Víkingur
1-0 Sævar Atli Magnússon ('34)
2-0 Sævar Atli Magnússon ('62, víti)
2-1 Nikolaj Hansen ('78, víti)

Leiknir vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Víkingi í Pepsi Max-deildinni á mánudag. Sævar Atli var valinn XO maður leiksins en hann skoraði bæði mörk okkar.

Það fyrra kom eftir fyrirgjöf frá Emil Berger en það seinna úr vítaspyrnu sem Máni Austmann krækti í. Smelltu hér til að sjá mörkin af Vísi.

Hér má sjá skýrsluna af Fótbolta.net.

Hér er viðtal við Sigga Höskulds og hér er viðtal við Binna Hlö.

Við höfum nú krækt í ellefu stig í deildinni en stöðuna má sjá með því að smella hér (af vef KSÍ).