Fara á efnissvæði
IS EN PL
Framarara
Fréttir | 15.08.2022

Fram 4-1 Leiknir

Það syrtir enn í álinn hjá okkar mönnum í Bestu deildinni eftir slæmt tap á útivelli gegn Fram í kvöld. Það er alvöru annars árs ami í gangi og vantar trúi inni á vellinum sem og utan hans. Það er engum blöðum um það að fletta. Mikil meiðsli hrjá hópinn eins og er og það er erfitt að ná stöðugleika undir þannig kringumstæðum en samt sem áður á liðið að sýna meiri mótspyrnu en það hefur verið að gera í síðustu 4 leikjum eftir draumakvöldið í Garðabæ. Núll stig og markatalan er 3-15 í þeim leikjum og ekki einu sinni Skagamenn leka eins miklu af mörkum á þeim tíma. 

Léttleikandi heimamenn sem hafa komið skemmtilega á óvart í sumar, héldu áfram að skora fullt og okkar menn náðu ekki að nýta sér þau færi sem þeir gáfu á sér til að negla þá á kaðlana. 

Nú snúum við aftur í heimahagana að viku liðinni og fáum KR-inga í heimsókn. Það verður engin ganga í garðinum og eins gott að við dustum af okkur sjálfsvorkunina, gyrðum okkur í brók og mætum þessu fornfræga félagi úr vesturbænum af fullri hörku. Sparkað verður af stað snemma, eða 18:00 og því biðlum við til stuðningsmanna að mæta tímanlega. 

#StoltBreiðholts

#HverfiðKallar